Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Viðskipta- eða hagfræðinemi í launavinnslu

Ert þú talnaglögg/ur og hefur áhuga á að starfa í sumar öflugri launadeild og læra af reynslumiklum launfulltrúum?
Þá viljum við endilega heyra frá þér.


Hrafnista óskar eftir að ráða til sín starfskraft í sumarstarf í launavinnslu. Um er að ræða tækifæri til að starfa í öflugri launadeild og læra af reynslumiklum launafulltrúum. Teymið samanstendur af 5 launafulltrúum ásamt deildarstjóra. Launadeild er ein af stoðdeildum Hrafnistu sem vinnur þétt saman ásamt öðrum stoðdeildum heimilisins, t.a.m. með mannauðssviði.

Því er um góða reynslu að ræða í tengslum við launa- og kjaramál.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Launavinnsla og frágangur launa
  • Skráningar í launa- og tímaskráningarkerfi
  • Upplýsingagjöf og samskipti við starfsfólk og stjórnendur vegna launa
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð Excel kunnátta
  • Talnagleggni
  • Skipulagsfærni
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Jákvæðni og metnaður í starfi
Auglýsing birt24. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Brúnavegur 13, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar