Sérfræðingur á sviði rekstrar

VHE Melabraut 22, 220 Hafnarfjörður


Um er að ræða starf á Véla- og málmtæknisviði VHE í Hafnarfirði.

Véla- og málmtæknisvið VHE er elsti kjarni fyrirtækisins með tæplega 80 starfsmenn á sínu sviði.

Viðkomandi mun vinna náið með framkvæmdastjóra og framleiðslustjóra sviðsins og eru helstu verkefni m.a. umsjón með verkskráningum, bestun á verkferlum, önnur umbótaverkefni og þess háttar.
Hæfni- og menntunarkröfur fyrir þetta starf eru:

  • Háskólamenntun á sviði rekstrarverkfræði, viðskiptafræði eða sambærilegu
  • Reynsla og/eða þekking af framleiðslu, skipulagningu og áætlanagerð tengda því er æskileg
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Metnaður og áhugi til að ná árangri í starfi

Frekari upplýsingar um starfið er hægt að nálgast hjá Einari Rögnvaldssyni í gegnum netfangið einarr@vhe.is

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar með trúnaði.

Konur sem karlar eru hvött til þess að sækja um öll auglýst störf hjá VHE.

Umsóknarfrestur:

18.12.2018

Auglýsing stofnuð:

10.12.2018

Staðsetning:

Melabraut 22, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi