

Verkstjóri í vinnuskóla
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir verkstjóra í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2025
Vinnuskólinn óskar eftir metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingum til að gegna stöðu verkstjóra í sumar. Starfið er tímabundið og varir í 2–4 mánuði á tímabilinu maí/júní til júlí/ágúst.
Um er að ræða skemmtilegt starf með ungu fólki. Verkstjórar Vinnuskólans eru næstu yfirmenn flokkstjóra sem leiða unglingahópa í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast umhirðu bæjarins og tiltekt. Vinnuskólinn hefur um 30 flokkstjóra yfir sumarið og veitir um 1000 ungmennum á aldrinum 14–17 ára sumarvinnu og starfsreynslu. Næsti yfirmaður verkstjóra er umsjónarmaður Vinnuskólans, en starfað er í nánu samstarfi við garðyrkjustjóra.
Umsækjendur skulu vera 21 árs eða eldri.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipulagning vinnu
- Almennt utanumhald og stuðningur við störf flokkstjóra Vinnuskólans
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Reynsla af starfi með börnum og unglingum
- Þekking á verkstjórn og garðyrkjustörfum kostur
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Almenn tölvukunnátta
Verkstjóri slátturhóps
Auglýst er eftir hópstjóra til sumarstarfa við verkstjórn slátturhóps Vinnuskólans. Starfstímabilið er allt sumarið frá miðjum maí fram í ágúst. Um er að ræða útistarf. Verkstjóri bera ábyrgð á sínum slátturhóp, stýrir verkefnum á verkstað, gerir vinnuskýrslur fyrir hópinn og hefur umsjón með vélum og búnaði sláttuhópa.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Verkalýðsfélagið Hlíf.
Ef þú hefur áhuga á að vinna í líflegu og gefandi starfsumhverfi þar sem þú færð tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á unga einstaklinga, þá hvetjum við þig til að sækja um!
Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Dahl Christiansen, rekstrarstjóri, á netfanginu [email protected].
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.





































