Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnastjóri í reikningshaldi

Laust til er umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í reikningshaldi á fjármálasviði Háskóla Íslands.


Fjármálasvið er eitt af þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóli Íslands. Verkefni Fjármálasviðs taka mið af stefnum Háskóla Íslands þar sem lögð er áhersla á notendamiðaða þjónustu.


Reikningshald Háskóla Íslands er þjónustueining á fjármálasviði sem sér um að færa bókhald
Háskólans, gera ársreikning og þróa notkun Oracle sem er fjárhagslegt upplýsingakerfi skólans. Hlutverk reikningshalds er einnig að veita upplýsingar um alla fjárhagslega þætti í rekstri skólans. Þjónusta reikningshalds lýtur að þeim verkþáttum er snúa að fjárreiðum, t.d. reikningagerð, innheimtu viðskiptakrafna og bókana á tekjum og gjöldum deilda og stofnana.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Bókun innkaupareikninga
  • Þátttaka í þróunarverkefnum og innleiðingu rafrænna lausna
  • Afstemmingar og þátttaka í uppgjörum
  • Upplýsingagjöf til starfsfólks og stjórnenda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði viðskipta eða sambærilegum sviðum
  • Próf til viðurkenningar bókara er kostur
  • Reynsla af bókhaldsvinnu
  • Reynsla á innleiðingu tæknilausna er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Samvinnuhæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt22. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar