Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar

VIRK Starfsendurhæfingasjóður Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður


Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar
 

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við Verkalýðsfélag Vestfirðinga leitar að ráðgjafa í 50% starf með starfsstöð á Ísafirði. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.

Helstu verkefni

 • Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu
 • Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum
 • Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK
 • Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði
 • Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur

Menntunar- og hæfnikröfur

Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar

 • Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
 • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skipulagshæfni og kostnaðarvitund
 • Góð þekking á vinnumarkaði
 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Ráðgjafar VIRK starfa hjá stéttarfélögum samkvæmt samningi við VIRK. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu.

VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar.

Nánari upplýsingar um Verk Vest er að finna á verkvest.is og um VIRK á virk.is.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2018

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda ítarlega ferilskrá á netfangið audur@virk.is.

Nánari upplýsingar veita Auður Þórhallsdóttir hjá VIRK og Finnbogi Sveinbjörnsson finnbogi@verkvest.is hjá VERK VEST

Umsóknarfrestur:

01.07.2018

Auglýsing stofnuð:

20.06.2018

Staðsetning:

Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi