Verkstjóri rafmagns

Veitur Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


FRAMTÍÐIN ER SNJÖLL

mótaðu hana með okkur

Framíð rafveitu er snjöll og felur í sér að hámarka nýtingu rafdreifikerfanna og vera leiðandi í orkuskiptum samgöngum. Við leitum að úrræðagóðum stjórnanda til að leiða öflugan hóp í rafmagni sem brennur fyrir teymisstjórnun og hefur áhuga á tækni og nýsköpun.

Verkstjóri rafmagns

Sem verkstjóri rafmagns hjá okkur leiðir þú hóp rafiðnaðar- og verkafólks sem tekur þátt í nýframkvæmdum,  sinnir viðhaldi og bregst við bilunum við rafdreifikerfi höfuðborgarsvæðisins. Þú gegnir forystuhlutverki í öryggismálum og eflir og styður starfsfólk til góðra verka. Sýnir virðingu og ábyrgð í samskiptum og heiðarleika í upplýsingagjöf.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistararéttindi í rafiðn eða hafa lokið iðnfræði
  • Rík öryggisvitund
  • Samskiptahæfni og umbótahugsun
  • Reynsla af jarðvinnu æskileg
  • Áhugi á tækni og nýsköpun

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. 

Hvers vegna Veitur

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi.  Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

Umsóknarfrestur er til og með 10.desember 2018.

Nánari upplýsingar veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðssérfræðingur, starf@veitur.is.

 

Umsóknarfrestur:

10.12.2018

Auglýsing stofnuð:

30.11.2018

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi