Verkefnastjóri öryggis og umbóta

Veitur Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


FRAMTÍÐIN ER SNJÖLL

mótaðu hana með okkur

Framtíð Veitna er snjöll og felur í sér stafræna umbyltingu og straumlínustjórnun. Við leitum að aðila sem brennur fyrir öryggi og stöðugum umbótum.

Verkefnastjóri öryggis og umbóta

Sem verkefnastjóri öryggis- og umbóta berð þú ábyrgð á að móta, innleiða og starfrækja öryggis- og umbótastarf Veitna frá degi til dags. Tekur þátt í úttektum, sérð um fræðslu og þjálfun starfsfólks í málefnum tengt öryggi og umbótum og heldur utan um starf tengt neyðarskipulagi fyrirtækisins.  Starfið krefst mikils samstarfs í öryggismálum við öryggi-, heilsu og vinnuumhverfis einingu móðurfélagsins, OR.   

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af öryggis- og umbótastjórnun í iðnaði (a.m.k. 3 ára reynsla)
  • Þekking á lögum og reglum á sviði öryggismála
  • Greiningarhæfni og sterk ferla- og umbótahugsun
  • Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi
  • Samstarfs- og skipulagshæfileikar
  • Samskiptahæfni og geta til að tjá sig af ákveðni, lipurð og háttvísi
  • Góð þjónustulund og jákvæðni

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi.

Við hvetjum karlmenn sérstaklega til að sækja um.*

Hvers vegna Veitur

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi.  Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

Umsóknarfrestur er til og með 22.apríl 2019.

* Þar sem karlar eru í miklum minnihluta í teyminu hvetjum við þá sérstaklega, á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008, til að sækja um.

 

Umsóknarfrestur:

22.04.2019

Auglýsing stofnuð:

05.04.2019

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Sölu- og markaðsstörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi