Vélfræðingur í stjórnstöð vatns og virkjana

Veitur Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


FRAMTÍÐIN ER SNJÖLL

mótaðu hana með okkur

Framtíð stjórnstöðvarinnar er snjöll og felur í sér stafræna umbyltingu og spennandi tækifæri. Við leitum að tæknilega sinnuðum vélfræðingi með góða tölvufærni, reynslu af því að vinna með skjámyndakerfi og ríka öryggisvitund.

Vélfræðingur í stjórnstöð vatns og virkjana

Sem vélfræðingur í stjórnstöð ert þú hluti af teymi sem gengur vaktir, stjórnar aðgerðum og vaktar kerfi Veitna og virkjana Orku náttúrunnar. Þú tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum, fylgist með helstu nýjungum í tækni og tekur þátt í mótun og þróun kerfanna í samvinnu við hóp fagfólks sem sinnir daglegum rekstri.  Starfið krefst ekki ferðalaga.

Menntunar og hæfniskröfur     

  • Vélstjórnarmenntun – 4. stig
  • Sveinspróf í viðurkenndri málmiðnaðargrein
  • Góð tölvufærni
  • Góð samskiptahæfni og jákvæðni
  • Frumkvæði og umbótahugsun
  • Yfirvegun og reynsla af því að vinna undir álagi
  • Reynsla af því að vinna með skjámyndakerfi
  • Rík öryggisvitund

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. 

Hvers vegna Veitur

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi.  Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

Umsóknarfrestur er til og með 10.desember 2018.

Nánari upplýsingar veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðssérfræðingur, starf@veitur.is.

 

Umsóknarfrestur:

10.12.2018

Auglýsing stofnuð:

30.11.2018

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi