Sérfræðingar stjórnkerfa og snjallvæðingar

Veitur Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


FRAMTÍÐIN ER SNJÖLL

mótaðu hana með okkur

Framtíðin er snjöll og tækifæri til sjálfvirkni í veitukerfum hefur aldrei verið meiri. Við leitum að sérfræðingum á sviði stjórnkerfa og snjallvæðingar í öflugt teymi á lifandi og kraftmiklum vinnustað. Teymið vinnur þvert á stjórnkerfi rafveitu, hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu á öllum veitusvæðum Veitna.

Veitur leggja mikla áherslu á að vera í forystu í nýsköpun og tækniþróun með sjálfbærni í rekstri og nýtingu auðlinda okkar að markmiði. Mikil áhersla er lögð á að virkja frumkvæði starfsfólks til umbóta með skýr hlutverk og framtíðarsýn Veitna að leiðarljósi.

Sérfræðingar stjórnkerfa og snjallvæðingar

Sem sérfræðingur í teyminu tekur þú þátt í þróun og rekstri stjórnkerfa og stuðlar að aukinni sjálfvirkni- og snjallvæðingu. Ert í samskiptum við ráðgjafa og verktaka og tekur þátt í stefnumótun og hönnun. Ef þú hefur gaman af því að takast á við áskoranir og brennur fyrir tækni á sviði #PLC, #SCADA, #RTU, #Gervigreind, #IIoT, #BigData, #Industry4.0, #Mechatronic og #DigitalTwin þá viljum við heyra í þér.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Próf í verk-, tæknifræði, tölvunarfræði eða sambærilegu
  • Frumkvæði og umbótahugsun
  • Metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. 

Hvers vegna Veitur

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi.  Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2018.

Nánari upplýsingar veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðssérfræðingur, starf@veitur.is.

 

Umsóknarfrestur:

10.12.2018

Auglýsing stofnuð:

30.11.2018

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi