Rekstrarstjóri fráveitu

Veitur Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


Framtíðin er snjöll - mótaðu hana með okkur. 

Stóra stundin er runnin upp. Við leitum að hugmyndaríku og drífandi fólki sem er tilbúið til að taka þátt í nýsköpun og framþróun og móta með okkur snjalla framtíð.

Rekstrarstjóri fráveitu

Framtíð fráveitu felur í sér sporlausa fráveitu, blágrænar regnvatnslausnir og fræðslu til almennings. Rekstrarstjóri fráveitu framtíðarinnar sér um að rekstur fráveitunnar gangi snurðulaust fyrir sig, brennur fyrir hreinum ströndum og nýtir tækniþróun, nýsköpun og góð samskipti til að það verði að veruleika.

Hvers vegna Veitur?

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.


Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið


Nánari upplýsingar á veitur.is/framtidin

Umsóknarfrestur:

22.01.2019

Auglýsing stofnuð:

11.01.2019

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi