Forstöðumaður rafveitu

Veitur Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


Framtíðin er snjöll - mótaðu hana með okkur.

Framtíð rafveitu er snjöll og felur í sér að hámarka nýtingu rafdreifikerfanna og vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum. Stjórnandi er ábyrgðarmaður rafmagns, leiðtogi sem brennur fyrir nýsköpun, tækni og öryggi.

Forstöðumaður rafveitu

Við leitum að stjórnanda í framkvæmdastjórn fyrirtækisins sem er tilbúinn til að þróa og útfæra hugmyndir með nýsköpun og tæknilegum lausnum. Forstöðumaður rafveitu leiðir teymi sérfæðinga og ber ábyrgð á framtíðarsýn, uppbyggingu, rekstri og tekjuflæði rafveitunnar.

Hvers vegna Veitur?

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar á veitur.is/framtidin

Umsóknarfrestur:

22.01.2019

Auglýsing stofnuð:

11.01.2019

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi