Sérfræðingur í öryggi og rekstri rafveitu

Veitur Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


FRAMTÍÐIN ER SNJÖLL - mótaðu hana með okkur

Framtíð rafveitu er snjöll og felur í sér að hámarka nýtingu rafdreifikerfanna og vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum. 

Sérfræðingur í öryggi og rekstri rafveitu

Sem sérfræðingur hjá okkur ert þú hluti af teymi rafveitu og vinnur náið með forstöðumanni og rekstrarstjóra rafveitu. Helstu verkefni snúa að málum er lúta að úrvinnslu á mælikvörðum rafmagnsöryggisstjórnunarkerfis ásamt umbótaverkefnum tengdum rekstri rafveitu.  Þú tekur þátt í að leiða vinnu tengdri þróun og viðhaldi á rafmagnsöryggisstjórnunarkerfi Veitna s.s. að yfirfara ferla rafveitunnar. Sérð um upplýsingagjöf til ytri aðila vegna rafmagnsöryggisstjórnunarkerfis og ert starfsmaður rafmagnsöryggisnefndar. Jafnframt sinnir þú rekstrartengdum verkefnum til þess að tryggja að rafveita uppfylli mælikvarða sína er lúta að rekstri dreifikerfisins.  Ef þú brennur fyrir rafmagnsöryggi og hefur metnað fyrir fyrirmyndar rekstri, viljum við heyra í þér.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Rafmagnsverk- eða tæknifræði
  • Reynsla af rafmagnsöryggismálum kostur
  • Reynsla af teymisvinnu
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Öguð og nákvæm vinnubrögð
  • Áhugi á samfélagslegri ábyrgð
  • Áhugi á tækni og nýsköpun

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um.*

Hvers vegna Veitur

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi.  Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

Umsóknarfrestur er til og með 25.maí 2019.

Nánari upplýsingar veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðssérfræðingur, starf@veitur.is.

* Þar sem konur eru í miklum minnihluta í teyminu hvetjum við þær sérstaklega, á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008, til að sækja um.

Umsóknarfrestur:

24.05.2019

Auglýsing stofnuð:

10.05.2019

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi