Vatnsendaskóli óskar eftir tónmenntakennara

Vatnsendaskóli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Í Vatnsendaskóla eru 620 nemendur í 1. til 10. bekk og 90 starfsmenn. Verið er að innleiða hugmyndafræði sem byggir á teymiskennslu og allir nemendur skólans í 5. - 10. bekk nota spjaldtölvur í námi. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
  • Sérhæfing í tónmenntakennslu
  • Reynsla af kórstjórn
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri í síma 4414002 og María Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 4414003.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

 

Umsóknarfrestur:

28.06.2019

Auglýsing stofnuð:

12.06.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi