Forstöðumaður frístundar í Vatnsendaskóla

Vatnsendaskóli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 615 nemendur og 85 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Starfshlutfall

Starfshlutfall er 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði tómstunda-, uppeldis- og/eða félagsfræða
  • Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum og ungmennum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfileikar, frumkvæði og metnaður
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 25. september 2018.

Nánari upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Frekari upplýsingar veita Sigrún Brynjólfsdóttir deildarstjóri í síma 441-4000 eða í gegnum netfangið sigrunbrynjolfs@kopavogur.is

og Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri í síma 441-4000 eða í gegnum netfangið gudrunj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar https://www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur:

25.09.2018

Auglýsing stofnuð:

14.09.2018

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi