Viltu takast á við spennandi verkefni?

Vatn & veitur Smiðjuvegur 42, 200 Kópavogur


Viltu takast á við spennandi verkefni hjá vaxandi fyrirtæki?

Verkfræðingur eða Vélfræðingur

Vatn & veitur leitar að framsæknum og jákvæðum einstaklingi til starfa á veitusviði.  Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf hjá ört vaxandi fyrirtæki með jákvæðu og hressu starfsfólki.

Starfið felst í:

 • Tilboðsgerð og ráðgjöf
 • Samskipti við viðskiptavini og birgja, hérlendis og erlendis


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í vélaverkfræði, vélatæknifræði eða vélfræðimenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Starfsreynsla í veitu- eða orkufyrirtækjum eða í stóriðnaði kostur.
 • Reynsla í stjórnun verkefna er kostur.
 • Góðir samskipta- og skipulaghæfileikar.
 • Góð kunnátta í Excel og Word og almenn tölvufærni.
 • Gott vald á íslensku og ensku.
 • Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Samskiptahæfni, geta til að tjá sig af lipurð og háttvísi í máli og riti.
 • Rík þjónustulund og jákvætt hugarfar.

 
Vatn & veitur hf sérhæfir sig í sölu og þjónustu til fagmanna á pípulagninga- og veitumarkaði.  Árið 2017 sameinaðist fyrirtækið Efnissölu G.E.Jóhannssonar undir nafni Vatns & veitna. Sameinað fyrirtæki er í dag rekið sem sjálfstæð rekstrareining innan Johan Rönning.

Johan Rönnig hefur í átta ár verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins síðastliðin sjö ár.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. 

Kíktu á www.vatnogveitur.is og kynntu þér málið.

Umsóknir berist í gegnum Alfreð kerfið.

Auglýsing stofnuð:

12.08.2019

Staðsetning:

Smiðjuvegur 42, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Stjórnunarstörf Iðnaðarstörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi