Varmárskóli leitar að kennurum haustið 2019

Varmárskóli Skólabraut 1, 270 Mosfellsbær


Lausar kennarastöður við Varmárskóla skólaárið 2019-2020

 Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarland. Nemendafjöldi er um 830.

Varmárskóli á nokkrar lausar kennarastöður við skólann næsta skólaár.  

 • Sérkennari (100% framtíðarstaða)
 • Umsjónarkennara á öllum stigum
 • Faggreinakennsla á unglingastigi í íslensku, ensku, náttúrufræði, upplýsingatækni, stærðfræði, sund og íþróttir
 • Smíðakennsla í 1. - 6.bekk
 • Forfallakennsla
 • Tónmenntakennari með áherslu á kórstarf (50% framtíðarstaða)

 Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Leyfisbréf grunnskólakennara
 • Vilji og hæfni til samstarfs og teymisvinnu
 • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
 • Góð færni í samvinnu og samskiptum
 • Áhugi á starfsþróun og fjölbreytni í skólastarfi
 • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
 • Góð íslenskukunnátta

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2019. 

 Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Frekari upplýsingar veitir Þórhildur Elfarsdóttir, skólastjóri í síma 863-3297. Sumar stöðurnar eru tímabundnar en aðrar með framtíðaráðningu. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Umsóknarfrestur:

27.04.2019

Auglýsing stofnuð:

13.04.2019

Staðsetning:

Skólabraut 1, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi