Reyndur rafvirki óskast

Valka Vesturvör 29, 200 Kópavogur


Við leitum að rafvirkja, helst með reynslu af sambærilegu starfi, á rafmagnsverkstæði í framleiðsludeild Völku.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á vélarafmagni og hátæknibúnaði Völku, vera nákvæmur, vandvirkur og samviskusamur. 

Helstu verkefni á rafmagnsverkstæði eru: 

 • Staðsetja íhluti á rafmagnsplötum.
 • Víra upp rafmagnstöflur.
 • Setja rafmagnstöflur inn í rafskápa og tengja þá.  
 • Tengja mótora, skynjara, loftloka og ýmiskonar stýribúnað við vélar hjá Völku.
 • Leggja rafmagnslagnir og loftlagnir í velar.
 • Þátttaka í uppsetningum á tækjabúnaði innanlands og erlendis

Menntunar og hæfniskröfur

 • Rafvirkjamenntun, sveinspróf
 • Reynsla af rafmagnsvinnu við stýringar er æskileg
 • Sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleiki
 • Liðsmaður fram í fingurgóma
 • Góð þekking á vélbúnaði og tækjum er æskileg 

Um Völku

Valka er ört vaxandi og spennandi hátæknifyrirtæki sem sameinar hátækni á heimsmælikvarða við eina af grunnstoðum íslensks efnahags: sjávarútveg. 

Við leggjum okkur fram um að byggja upp framsækinn, kraftmikinn og samheldinn vinnustað og erum spennt fyrir öflugu fólki sem getur hjálpað okkur að ná frábærum árangri og gera vinnustaðinn enn betri! 

Valka í fréttum 

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2018/04/10/kaupa_bunad_fra_volku_fyrir_2_5_milljarda/ 

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2018/11/14/valka_med_samning_upp_a_1_3_milljarda/

Fróðlegt myndband af hátæknibúnaði Völku

https://vimeo.com/214584754

Umsóknarfrestur:

12.08.2019

Auglýsing stofnuð:

10.07.2019

Staðsetning:

Vesturvör 29, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi