Launa- og mannauðsfulltrúi

Valitor Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður


Valitor er traust og framsækið þekkingarfyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna, sem er stöðugt að skapa nýjar lausnir fyrir viðskiptavini sína.

Hjá Valitor starfa yfir 400 manns í þremur löndum og ber mannauðsdeild Valitor ábyrgð á mannauðsstefnu fyrirtækisins.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Launaútreikningur og launavinnsla fyrir Valitor á Íslandi
  • Skráning á starfsmannatengdum upplýsingum
  • Ýmis tilfallandi launa- og mannauðstengd verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf
  • Reynsla af launavinnslu
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli

Hægt er að kynna sér starfið nánar og fylla út umsókn á valitor.is

Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Ari Stefánsson, mannauðsstjóri, sími 525-2000.

Umsóknarfrestur:

14.12.2018

Auglýsing stofnuð:

01.12.2018

Staðsetning:

Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi