Fulltrúi í posaþjónustu

Valitor Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður


Valitor óskar eftir að ráða fulltrúa í posaþjónustu.

Valitor er traust og framsækið þekkingarfyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna, sem er stöðugt að skapa nýjar lausnir fyrir viðskiptavini sína.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Uppsetning og viðhaldsþjónusta á posum
  • Þjónusta við söluaðila
  • Reynsla og brennandi áhugi á tæknimálum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Iðnmenntun eða próf í raf- eða tæknigreinum er mikill kostur
  • Grunnþekking á netkerfum er skilyrði
  • Reynsla af uppsetningu verslunarkerfa er kostur
  • Samstarfs- og aðlögunarhæfni, jákvæðni og þjónustulund er nauðsynleg
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2018.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni F. Bjarnason, hópstjóri posaþjónustu, í síma 525 2000.

Umsóknarfrestur:

28.12.2018

Auglýsing stofnuð:

13.12.2018

Staðsetning:

Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Upplýsingatækni Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi