Matreiðslunemar óskast

VALASKJÁLF Skógarlönd 3, 700 Egilsstaðir


Hótel Valaskjálf á Egilstöðum óskar eftir matreiðslunemum á samning.

Valaskjálf er fjölnota menningarhús sem á sér sögu í nærsamfélaginu og í dag er þar 39 herbergja hótel, veitingastaður, ráðstefnu- og fundasalir ásamt öl- & setustofu og skemmtistað. Hótelið skartar glænýju og fullbúnu eldhúsi með góðri aðstöðu til framleiðslu matvæla. Valaskjálf er í eigu 701 Hotels sem rekur einnig Hótel Hallormsstað, Salt Café & Bistro og Skálann Diner á Egilstöðum og nærumhverfi.

701 Hotels býður matreiðslunemum uppá einstakt tækifæri til að kynnast og læra á flestar hliðar veitingageirans, allt frá því að elda fjölbreytta rétti á veitingastöðum fyrirtækisins til eldamennsku í veislueldhúsi og fjölbreytta matvælaframleiðslu. Við bjóðum uppá líflegt og fjölmenningarlegt starfumhverfi þar sem lögð er áhersla á góðan starfsanda og framúrskarandi þjónustu við gesti. Við gerum ekki kröfu um fyrri reynslu af veitingastörfum heldur leitum við að jákvæðum og hraustum einstaklingum sem hafa mikinn áhuga á að læra matreiðslu í hæsta gæðaflokki. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum en að auki getum við aðstoða með húsnæði á staðnum á sanngjörnu verði.

Vinsamlegast sendið umsókn með stuttu kynningarbréfi og ferilskrá á netfangið valaskjalf@701hotels.is

Auglýsing stofnuð:

05.02.2019

Staðsetning:

Skógarlönd 3, 700 Egilsstaðir

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi