Verkefnastjóri hjá UNICEF á Íslandi

UNICEF á Íslandi Laugavegur 176, 105 Reykjavík


UNICEF á Íslandi leitar að verkefnastjóra í fullt starf í fjáröflunarteymið okkar. Við leitum að
lausnamiðuðum og skipulögðum einstakling með reynslu af verkefnastýringu, utanumhaldi
gagna og greiningu á gögnum til að taka þátt í okkar mikilvæga starfi. Við bjóðum á móti
upp á fjölskylduvænan vinnustað, spennandi alþjóðlegt vinnuumhverfi og fjölmörg tækifæri
fyrir rétta manneskju.

Verkefnin felast meðal annars í:

• Skipulagning áætlana og fjáröflunarátaka í samvinnu við fjáröflunarstjóra og fjáröflunarteymi.
• Umsjón með verkferlum í fjáröflun.
• Þróun og viðhald gagnagrunna samtakanna
ásamt greiningu gagna.
• Samskiptum við banka og fjármálastofnanir.
• Utanumhald um styrktaraðila samtakanna og
þróun samskiptaefnis fyrir styrktaraðila

Kröfur sem viðkomandi þarf að uppfylla:

• Kunnátta á notkun félaga- og bókhaldskerfa (t.d.
DK, Microsoft CRM, Salesforce) er kostur / góð
almenn tæknikunnátta.
• Góð íslensku og enskukunnátta og góð kunnátta
á Excel er skilyrði.
• Reynsla af hvers kyns skrifum er vel metin.
• Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð hugsun í
starfi er nauðsynleg.
• Þekking á verkferlum og skrásetningu þeirra.
• Jákvæðni, hæfni til að vinna í hóp og til að vinna
undir álagi er mikilvæg

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Kynningarbréf ásamt ferilskrá sendist á annamargret@unicef.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2019.
Athugið að beðið verður um sakarvottorð þeirra sem boðuð eru í viðtal.


Aðgengi: Skrifstofan er á 5. hæð, en það er lyfta í húsinu.
Á neðstu hæð hússins eru 2 tröppur en rampur er til taks.

Umsóknarfrestur:

15.03.2019

Auglýsing stofnuð:

05.03.2019

Staðsetning:

Laugavegur 176, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi