Fjölskyldusvið
Fjölskyldusvið
Fjölskyldusvið

Umsjónaraðili sumarfrístundar í Múlaþingi

Múlaþing leitar að sjálfstæðum, hressum, ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingum yfir 18 ára aldri til að hafa yfirumsjón með sumarfrístund í Múlaþingi sumarið 2024.

Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af störfum með börnum og unglingum er mikill kostur og góð hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.

Um er að ræða fullt starf frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga í tímavinnu frá maí til ágústloka á Egilsstöðum, Djúpavogi og Seyðisfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber daglega ábyrgð á og sér um skipulagningu og umsjón yfir sumarfrístund.
  • Hefur samskipti við foreldra og forráðafólk, sér um alla skráningu og utanumahald.
  • Hefur samskipti við viðeigandi stofnanir og deildir sveitarfélagsins, auk yfirvalda, ef þörf krefur.
  • Forgangsraðar, samræmir og setur starfsfólki sumarfrístundar fyrir verkefni og tekur þátt í störfum þeirra.
  • Leiðbeinir starfsfólki um verklag og aðferðir og hefur eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum starfsfólk á að sinna.
  • Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra og hann starfar að.
  • Staðfestir vinnutíma starfsfólks og skilar til yfirmanna.
  • Hjálpar börnum í sumarfrístund við að skipuleggja og framkvæma verkefni við hæfi.
  • Aðstoðar börn í matar- og kaffitímum.
  • Gefur börnum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt úti sem inni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
  • Metnaður og dugnaður.
  • Hreint sakavottorð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og framúrskarandi samstarfshæfni.
Auglýsing birt24. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngás 12, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.VeiplausPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar