
Fjölskyldusvið
Múlaþing er nýtt sveitarfélag á Austurlandi með rúmlega 5000 íbúum. Undir Fjölskyldusvið Múlaþings heyra félagsmál, fræðslumál, íþrótta- og æskulýðsmál.

Umsjónaraðili sumarfrístundar í Múlaþingi
Múlaþing leitar að sjálfstæðum, hressum, ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingum yfir 18 ára aldri til að hafa yfirumsjón með sumarfrístund í Múlaþingi sumarið 2024.
Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af störfum með börnum og unglingum er mikill kostur og góð hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.
Um er að ræða fullt starf frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga í tímavinnu frá maí til ágústloka á Egilsstöðum, Djúpavogi og Seyðisfirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber daglega ábyrgð á og sér um skipulagningu og umsjón yfir sumarfrístund.
- Hefur samskipti við foreldra og forráðafólk, sér um alla skráningu og utanumahald.
- Hefur samskipti við viðeigandi stofnanir og deildir sveitarfélagsins, auk yfirvalda, ef þörf krefur.
- Forgangsraðar, samræmir og setur starfsfólki sumarfrístundar fyrir verkefni og tekur þátt í störfum þeirra.
- Leiðbeinir starfsfólki um verklag og aðferðir og hefur eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum starfsfólk á að sinna.
- Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra og hann starfar að.
- Staðfestir vinnutíma starfsfólks og skilar til yfirmanna.
- Hjálpar börnum í sumarfrístund við að skipuleggja og framkvæma verkefni við hæfi.
- Aðstoðar börn í matar- og kaffitímum.
- Gefur börnum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt úti sem inni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Áhugi á að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra.
- Frumkvæði og sjálfstæði.
- Skipulögð og öguð vinnubrögð.
- Metnaður og dugnaður.
- Hreint sakavottorð
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og framúrskarandi samstarfshæfni.
Auglýsing birt24. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngás 12, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurReyklausSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiSveigjanleikiTeymisvinnaTóbakslausVeiplausÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Fjölbreytt sumarstörf í Múlaþingi fyrir 18 ára og eldri
Fjölskyldusvið

Liðveisla við börn í íþróttum á Egilsstöðum
Fjölskyldusvið

Sumarstörf með fötluðu fólki á Egilsstöðum
Fjölskyldusvið

Sumarstarf námsmanns í félagsþjónustu Múlaþings Egilsstöðum
Fjölskyldusvið

Stuðningsþjónusta á Egilsstöðum
Fjölskyldusvið
Sambærileg störf (12)

Getur þú sungið hátt og snjallt og kennt tónmennt?
Árbæjarskóli

Stærðfræðikennari óskast skólaárið 2025-2026
Árbæjarskóli

Textílkennari / listgreinakennari haustið 2025
Árbæjarskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Skóla- og frístundaliði - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsfulltrúi í Snælandsskóla og frístund
Snælandsskóli

Þróunarfulltrúi grunnskóla - Mennta- og lýðheilsusvið
Hafnarfjarðarbær

Skapandi sumarstörf
Hafnarfjarðarbær

Leikskólinn Hraunheimar leitar að aðstoðarleikskólastjóra
Sveitarfélagið Ölfus

Bílstjóri
Flutningaþjónustan ehf.

Forfallakennari - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljakot
Leikskólinn Seljakot