Verkefnastjórar óskast-framkvæmdir og viðhald

Umhverfis- og skipulagssvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Verkefnastjórar óskast á skrifstofu framkvæmda og viðhalds. Skrifstofa framkvæmda og viðhalds mannvirkja sér um áætlanagerð, hönnun, útboð, framkvæmd og eftirlit með nýframkvæmdum og viðhaldi fasteigna, samgöngumannvirkja og opinna svæða. Verkefnastjórar stýra verkefnum í samræmi við sett markmið og áætlanir en um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni sem reyna á fagþekkingu, skipulagshæfni og samvinnu. Skrifstofan er til húsa í Borgartúni 12-14. Boðið er upp á gott starfsumhverfi með möguleika á enn frekari sérhæfingu í fagi og þátttöku í að móta og hafa áhrif á framtíðaruppbyggingu Reykjavíkurborgar.


Helstu verkefni og ábyrgð 


• Verkefnastýring og umsjón verkefna á sviði fasteignaumsýslu.
• Verkefnastjórn við nýframkvæmdir og viðhald fasteigna.
• Umsjón og eftirlit með vinnu aðkeyptra verktaka og hönnuða.
• Gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana.
• Eftirfylgni vinnuáætlunar viðhalds og nýframkvæmda varðandi verklegar framkvæmdir.
• Samskipti við íbúa, verkfræðistofur og verktaka og svara fyrirspurnum og erindum.
• Verkbókhald, yfirferð og samþykkt reikninga.
• Þátttaka í vinnuhópum og samskipti við önnur svið borgarinnar.


Hæfniskröfur 


• Háskólapróf í tæknigrein sem nýtist í starfi s.s. eins og verk-, tækni-, eða byggingafræði eða háskólapróf á sviði verkefnastjórnunar, viðskipta- og rekstrarfræða.
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
• Reynsla af starfs- og kostnaðaráætlanagerð er kostur.
• Þekking á notkun BIM í hönnun og framkvæmdum er kostur.
• Þekking á vottunarkerfum fyrir byggingar er kostur.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að setja fram mál ritað mál.
• Lausnamiðuð hugsun og færni í samskiptum.
• Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi.
• Tölvufærni og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi sem stjórntæki.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri amundi.v.brynjolfsson@reykjavik.is og Agnar Guðlaugsson deildarstjóri agnar.gudlaugsson@reykjavik.is báðir í síma 411-1111.

Umsóknarfrestur - 9.4.2019

Auglýsing stofnuð:

15.03.2019

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi