Umsjón hitakerfa

Umhverfis- og skipulagssvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir starfsmanni í stöðu umsjónarmanns hitakerfa á Þjónustumiðstöð borgarlandsins. Þjónustumiðstöðin sinnir margvíslegum verkefnum í borgarlandinu, hreinsun gatna og gönguleiða, vetrarþjónustu, grasslætti, uppsetningu og viðhaldi umferðar- og gangbrautaljósa og umferðamerkja, útleigu á lokunarbúnaði og fánaborgum, umsjón og viðhaldi hitakerfa auk eftirlits með framkvæmdum veitustofnana.


Helstu verkefni og ábyrgð

 
• Umsjón með hitakerfum í borgarlandinu
• Umsjón með drykkjarfontum í borgarlandinu
• Stjórnun og eftirfylgni verkefna
• Verkbókhald, yfirferð og samþykkt reikninga
• Samskipti við ýmsa hagsmunaaðila, íbúa og aðrar stofnanir Reykjavíkur


Hæfniskröfur 


• Starfið krefst iðnmenntunar sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af hitakerfum
• Starfsmaður þarf að vera fær í mannlegum samskiptum og búa yfir frumkvæði og skipulagshæfileikum því hann vinnur mjög sjálfstætt
• Almenn ökuréttindi skilyrði
• Vinnuvélapróf er kostur
• Ákveðni, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
• Þekking á gatna og stígakerfi Reykjavíkur er kostur

Umsóknarfrestur - 27.3.2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ingvarsson bjorn.ingvarsson@reykjavik.is

Auglýsing stofnuð:

13.03.2019

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi