Garðyrkjufræðingur Ræktunarstöð Reykjavíkur

Umhverfis- og skipulagssvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Garðyrkjufræðingur Ræktunarstöð

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir garðyrkjufræðingi til starfa hjá Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar. Ræktunarstöðin hefur umsjón með ræktun blóma, matjurta og trjágróðurs fyrir beð, ker, skrúðgarða og útivistasvæði borgarinnar. Í Ræktunarstöðinni er unnið að því að viðhalda Íslenskum kvæmum og ræktunaryrkjum og fjölga sem mest þeim efnivið sem hefur aðlagast Íslenskum aðstæðum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Hefur m.a. umsjón með og vinnur að ræktun og uppeldi plantna bæði í gróðurhúsum og í útireitum. Starfsmaður vinnur að skráningu á plöntuframleiðslu í Ræktunarstöðinni og annast flokkstjórn sumarstarfsmanna.

Hæfniskröfur:

Garðyrkjufræðingur úr Landbúnaðarháskóla Íslands eða sambærileg menntun.
Kostur að hafa útskrifast af garðplöntubraut.
Reynsla af störfum í garðyrkju æskileg.
Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna í teymi.
Almenn ökuréttindi.
Reglusemi og stundvísi.
Líkamlegt hreysti.
Þekking á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofufstörfum.

Starfshlutfall 100%
Umsóknarfrestur 26.9.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning

Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Jónsdóttir í tölvupósti audur.jonsdottir2@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

26.09.2018

Auglýsing stofnuð:

14.09.2018

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi