Garðyrkjufræðingur - Ræktunarstöð

Umhverfis- og skipulagssvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Ræktunarstöðin í Fossvogi hefur umsjón með ræktun blóma, matjurta og trjágróðurs fyrir beð, ker, skrúðgarða og útivistarsvæði borgarinnar. Í Ræktunarstöðinni er unnið að því að viðhalda íslenskum kvæmum og ræktunaryrkjum og fjölga sem mest þeim efnivið sem hefur aðlagast íslenskum aðstæðum. Í Ræktunarstöðinni er að finna bæði fjölbreyttan og áhugaverðan gróður og þar eru prófaðar nýjar tegundir og yrki. Boðið er upp á gott og aðlaðandi starfsumhverfi með möguleika á enn frekari sérhæfingu í viðkomandi fagi og þátttöku í að hafa áhrif á ræktun og auka fjölbreytni og bæta þann efnivið sem ræktaður er í görðum og útivistarsvæðum borgarinnar.


Helstu verkefni og ábyrgð 


• Stjórnun verkefna í samvinnu við yfirverkstjóra.
• Verkstjórn sumarstarfsmanna og lausráðinna.
• Kortlagning verkefna í samráði við yfirverkstjóra og verkstjóra.
• Ábyrgð á ræktun og skráningu plantna.
• Þátttaka í áætlanagerð í samvinnu við yfirverkstjóra og verkstjóra.
• Aðstoða við þjálfum og nýliðafræðslu starfsmanna.
• Fara yfir birgðahald og sjá um tilfallandi innkaup.
• Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin af yfirmanni.
• Taka við ábendingum borgarbúa sem tengjast verksviði garðyrkju og vísa þeim í réttan farveg.


Hæfniskröfur

 
• Garðyrkjufræðingur úr Landbúnaðarháskóla Íslands eða sambærileg menntun.
• Reynsla af störfum í garðyrkju og góð plöntuþekking.
• Almenn tölvukunnátta og færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum.
• Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð.
• Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna í teymi.
• Almenn ökuréttindi.
• Líkamlegt hreysti.

Umsóknarfrestur - 28.3.2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Jónsdóttir audur.jonsdottir2@reykjavik.is

Auglýsing stofnuð:

13.03.2019

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi