Heilbrigðisfulltrúi

Umhverfis- og skipulagssvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur auglýsir laus störf til umsóknar í matvælaeftirliti.

Leiðarljós Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að tryggja borgarbúum heilbrigð lífsskilyrði, vernda heilnæmt og ómengað umhverfi og tryggja sem kostur er að neysluvatn og matvæli borgarbúa séu örugg og heilnæm.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skiptist í tvær deildir: Matvælaeftirlit og Umhverfiseftirlit auk eininga vöktunar umhverfis og hundaeftirlits. Starf hjá Matvælaeftirliti felst m.a. í eftirliti með matvælum og hollustuháttum í fyrirtækjum og stofnunum, útgáfu starfsleyfa, umsögnum, fræðslu og að sinna kvörtunum, ásamt öðrum verkefnum. Deildarstjóri Matvælaeftirlits er næsti yfirmaður.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Að hafa reglubundið eftirlit og eftirfylgni með starfsleyfisskyldum fyrirtækjum í samræmi við lög um matvæli nr. 93/1995, lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðir skv. þeim.
• Að sinna skráningum, skýrslugerð og bréfaskriftum, sinna kvörtunum og annast fræðslu í samræmi við skráð verklag.
• Að beita þvingunarúrræðum í samráði við deildarstjóra.
• Að undirbúa útgáfu starfsleyfa og vinna starfsleyfisskilyrði og umsagnir.
• Að sinna öðrum verkefnum samkvæmt fyrirmælum deildarstjóra.
• Að vinna með hópi sérfræðinga Heilbrigðiseftirlitsins.

Hæfniskröfur

• Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, raunvísinda s.s. matvælafræði, líffræði dýralækninga, eða sambærilega menntun.
• Mjög góðir hæfileikar til samskipta og samvinnu.
• Geta unnið vel undir álagi.
• þjónustulund og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
• Færni til að setja fram ritað mál fyrir stjórnsýslu borgarinnar á greinargóðri íslensku.
• Reynsla af eftirlitsstörfum og réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi er kostur.
• Ökuréttindi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Óskar Ísfeld Sigurðsson - oskar.isfeld.sigurdsson@reykjavik.is

Umsóknarfrestur
26.04.2019

 

Umsóknarfrestur:

26.04.2019

Auglýsing stofnuð:

15.04.2019

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi