Skrifstofufulltrúi - Bílastæðasjóður

Umhverfis- og skipulagssvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða metnaðarfullan og vandvirkan einstakling til starfa hjá Bílastæðasjóði. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur. Bílastæðasjóður fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Símsvörun.
• Aðstoð við umsóknir og afgreiðslu vegna íbúakorta.
• Samskipti og aðstoð við viðskiptavini s.s. vegna stöðvunarbrotagjalda, greiðsluleiða, endurupptökubeiðna og svara ábendingum sem berast á ábendingavef borgarinnar.
• Samskipti við greiðslukortafyrirtæki vegna endurgreiðslna.
• Umsjá umsókna og biðlista í bílastæðahúsum.
• Annast önnur verkefni sem skrifstofufulltrúa eru falin samkvæmt starfslýsingu.

Hæfniskröfur

• Stúdentspróf, skrifstofunám eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af sambærilegu starfssviði.
• Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum.
• Geta sett fram ritað mál á greinargóðri íslensku.
• Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
• Skipulagsfærni og hæfileiki til að vinna sjálfstætt.
• Þekking á borgarkerfinu er kostur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir -

Kristin.Thordis.Ragnarsdottir@reykjavik.is  

Umsóknarfrestur til og með 22 mars 2019 

Auglýsing stofnuð:

07.03.2019

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi