Starfsmaður á yfirborðsfræsara (CNC)

Trésmiðja GKS ehf Funahöfði 19, 110 Reykjavík


Trésmiðja GKS ehf leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í framtíðarstarf á yfirborðsfræsara (CNC). Starfið felur í sér bor- og fræsningavinnu í framleiðslu innréttinga og innihurða ásamt annarri sérsmíði. Aðilinn verður að vera stundvís, sýna sjálfstæð vinnubrögð og búa yfir góðum mannlegum samskiptum.

 

Hæfniskröfur:

·         Reynsla af smíðavinnu er skilyrði

·         Vinna á verkstæði er kostur en ekki skilyrði

·         Lesskilningur á teikningum er skilyrði

·         Almenn tölvufærni er skilyrði

·         Íslenska er skilyrði

·         Hreint sakavottorð

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Trésmiðja GKS ehf er framsækið fyrirtæki á sviði innréttinga og sérsmíði en nánar má kynnast fyrirtækinu á www.gks.is

Auglýsing stofnuð:

07.02.2019

Staðsetning:

Funahöfði 19, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi