Sölufulltrúi

TourDesk Laugavegur 3, 101 Reykjavík


Tour Desk auglýsir eftir duglegum sölufulltrúa sem og drífandi og hvetjandi samstarfsfélaga.

Um er að ræða 100% starf.

Tour Desk er hugbúnaðarfyrirtæki sem býður upp á sölukerfi fyrir hótel og aðra endursöluaðila sem vilja selja ferðir og upplifanir á auðveldan hátt.

Við erum með ríka þjónustulund, hlaupum hratt og leggjum mikla áherslu á liðsheild sem og sjálfstæð vinnubrögð.

Starfið felur í sér að kynna TourDesk fyrir nýjum samstarfsaðilum sem og afla og innleiða nýja viðskiptavini.

Hæfni og eiginleikar sem við leitum að:

·         Reynsla og áhugi á sölustörfum

·         Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði

·         Mikil samskiptahæfni og rík þjónustulund

Við bjóðum upp á árangurstengd laun með miklum tekjumöguleikum fyrir réttan aðila.

Við hvetjum alla sem vilja vera hluti af skemmtilegum vinnustað og spennandi verkefnum að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Margrét Theodórsdóttir (margret@tourdesk.is), mannauðsstjóri.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 18. ágúst 2019.

Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum alfred.

Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur:

18.08.2019

Auglýsing stofnuð:

13.08.2019

Staðsetning:

Laugavegur 3, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi