

Tindur Gæsla óskar eftir dyravörðum
Tindur Gæsla leitar að öflugum dyravörðum til starfa
Tindur Gæsla leitar að öflugum og áreiðanlegum einstaklingum í dyravörslu á Selfossi, Reykjanesbæ og Reykjavík. Um er að ræða hlutastarf sem hentar vel sem aukavinna eða með námi. Starfið er að mestu um helgar á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Hægt er að vinna eftir samkomulagi, hvort sem það eru fastar vaktir eða eins mikið og viðkomandi óskar eftir.
Við leitum að einstaklingum sem:
- Búa yfir sterkri þjónustulund og góðri samskiptafærni
- Eru áreiðanlegir, stundvísir og sýna frumkvæði í starfi
- Halda ró sinni og bregðast faglega við í krefjandi aðstæðum
- Eftirlit og yfirferð á staðnum
- Þjónustu við gesti og starfsfólk eftir þörfum
Af hverju Tindur Gæsla?
Miklir möguleikar eru til vaxtar innan fyrirtækisins. Við sinnum ekki einungis dyravörslu heldur einnig viðburðargæslu á fjölbreyttum viðburðum eins og árshátíðum, tónleikum, íþróttaviðburðum og öðrum stærri samkomum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja fjölbreytt verkefni og reynslu í öryggisgæslu.
Skilyrði fyrir starfinu:
- 20 ára aldurstakmark
- Gilt dyravarðarskírteini eða bráðabirgðaskírteini
- Ef þú hefur ekki dyravarðaréttindi en hefur áhuga á starfinu, endulega hafðu samband, þar sem mögulega er hægt að komast að samkomulagi varðandi þjálfun og réttindi.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda á netfangið: [email protected]
Tindur Gæsla ehf.
- Almenn dyravarsla
Dyravarðaréttindi
Aksturspeningur fyrir þá sem koma lengra að
Góð laun í boði












