Hvassaleitisskóli
Hvassaleitisskóli

Þroskaþjálfi í einhverfudeild!

Meistaradeild Hvassaleitisskóla leitar eftir einstaklingi með reynslu í starfi með einhverfum!

Um er að ræða afleysingu í eitt ár.

Meistaradeildin er sérdeild fyrir einhverfa nemendur sem eiga sína heimastofu í deildinni og fylgja svo sínum árgangi eftir í námi inn í bekk eins og færni þeirra leyfir.

Hvassaleitisskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-7.bekk og það eru 200 nemendur og 45 starfsmenn

Við leitumst eftir því að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í 100% starf.

Í starfinu felst umsjón með námi og skólagöngu nemanda í samstarfi við foreldra og starfsfólk skólans

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gerir einstaklingsáætlanir í samráði við foreldra og aðra kennara skólans
  • Skipuleggur nám og fylgir nemendum eftir.
  • Heldur utan um teymi nemanda
  • Veitir ráðgjöf til forelda og samstarfsfólks.
  • Tekur þátt í fag-og starfsmannafundum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun
  • Reynsla að vinna með einhverfum nemendum
  • Skipulagshæfileikar
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Almenn tölvukunnátta æskileg
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
Auglýsing birt18. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Stóragerði 1, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar