Störf á ferðaskrifstofu

Terra Nova Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík


Vegna aukinna verkefna óskar Terra Nova eftir starfsfólki. Um er að ræða tvær til þrjár stöður við úrvinnslu einstaklings- og hópabókana.

Við leitum að öflugum samstarfsfélaga sem uppfyllir neðangreint:

·         Þjónustulipurð, jákvæðni, stundvísi og metnaður.

·         Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.

·         Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.

·         Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg.

·         Góð málakunnátta. Hagnýt tungumál auk ensku eru t.d. þýska, franska og spænska.

·         Geta til að vinna undir álagi.  

·         Góð almenn tölvuþekking.

·         Þekking á Íslandi og áhugi á ferðaþjónustu.

Ráðning er tímabundin í 8-9 mánuði en möguleiki er á framlengingu. Við bjóðum þér spennandi starf innan eins öflugasta ferðaþjónustufyrirtækis landsins. Þú verður hluti af frábærum hópi starfsfólks sem býr yfir afburðaþekkingu á sínu sviði. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti byrjað fljótlega.

Eingöngu er tekið við umsóknum með mynd ásamt upplýsingum um menntun, starfsreynslu, tungumálakunnáttu og hvenær þú gætir hafið störf. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur er til 13. desember, en farið verður yfir umsóknir og unnið úr þeim jafnóðum og þær berast.

Umsóknarfrestur:

13.12.2018

Auglýsing stofnuð:

05.12.2018

Staðsetning:

Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi