Langar þig að gera heiminn að betri stað...

Takk samskipti Nóatún 17, 105 Reykjavík


… og fá borgað fyrir það!

 

Við erum að leita að fólki sem hefur brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða, er með virka gleðistöð og fílar að tala í síma. Ef þessi lýsing á við þig viljum við endilega fá þig í vinnu!

Meðal viðskiptavina okkar eru fyrirtæki og stofnanir, en það sem við erum best í og gerum mest af er að vinna með íslenskum hjálparsamtökum í að gera heiminn að betri stað.

Starfið er gefandi og kennir einnig hagnýta þekkingu í sannfæringu og sölu sem nýtist víðsvegar á atvinnumarkaði. Við setjum starfsánægju í efsta sæti og leggjum mikið upp úr öflugu félagslífi, samvinnu, sanngjörnum launakjörum, jafnrétti og sjálfstæði í starfi. Starfið hentar vel með bæði skóla og annarri vinnu, enda vinnustundir sveigjanlegar.


Eftir umsóknarferil mun nýtt starfsfólk fara í gegnum þjálfunarferill til að undirbúa þau vel fyrir starfið.

Jákvæðir eiginleikar

  • Þjónustulund 
  • Samskiptafærni
  • Heiðarleiki 
  • Siðvit
  • Samviskusemi
  • Metnaður

 
Skilyrði

  • 20 ára aldur eða yfir
  • Góð íslenskukunnátta
  • Áhugi á nýjum og spennandi tækifærum


Öllum velkomið að sækja um sem búa yfir þessum eiginleikum.

 

Auglýsing stofnuð:

03.05.2019

Staðsetning:

Nóatún 17, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi