Verkefnastjóri hugbúnaðarlausna

TACTICA Fjarðargata 15A, 220 Hafnarfjörður


Lýsing á starfinu:

Vegna aukinna verkefna leitum við nú að verkefnastjóra í framtíðarstarf.

Helstu verkefni eru að halda utan um innleiðingarverkefni á þjónustu og lausnum TACTICA gagnvart viðskiptavinum.

Mikil áhersla er lögð á hæfni viðkomandi til þess að vinna með samstarfsaðilum og viðskiptavinum og tryggja að öllum verkefnum sé skilað á farsælan og faglegan hátt.

Viðkomandi þarf að hafa góðan heildarskilning á þeim verkefnum sem unnið er í og því gott að hafa bakgrunn í upplýsingatækni, og að minnsta kosti grunn skilning á hugbúnaðarþróun.


Framkoma og samskiptahæfni eru lykilatriði í þessu starfi.


Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þarfagreining verkefna
 • Tilboðsgerð
 • Gerð verkáætlana
 • Skjölun verkefna og almenn þjónusta við viðskiptavini
 • Heildar utanumhald á verkefnum
 • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist starfi.
 • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
 • Reynsla af hugbúnaðar / vefstörfum er mikill kostur.
 • Mjög góð tölvukunnátta og skilningur á upplýsingatækni skilyrði
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku, færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynleg

TACTICA er vaxandi fyrirtæki sem var stofnað árið 2012 og sérhæfir sig í heildarlausnum upplýsingatæknimála fyrir minni og meðalstór fyrirtæki ásamt því að reka eitt stærsta hýsingar fyrirtæki landsins Hýsingar.is

Einnig erum við leiðandi á sviði samþættingarlausna fyrir vefverslanir og fer sá hluti starfseminnar ört stækkandi.

 

Umsækjendur eru beðnir um að láta ferilskrár og kynningarbréf fylgja með. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum verður svarað.

Auglýsing stofnuð:

22.01.2019

Staðsetning:

Fjarðargata 15A, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi