Mannauðsráðgjafi

Sýn Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík


Býrð þú yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum, miklu frumkvæði og reynslu af starfi í mannauðsmálum? Þá gæti starf mannauðsráðgjafa hjá fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn verið eitthvað fyrir þig! Hjá Sýn er unnið eftir skýrri mannauðsstefnu og er mikil áhersla lögð á fagleg og vönduð vinnubrögð.

Helstu verkefni:

 • Ráðningar
 • Starfsþróun, tilfærslur og starfslok
 • Stuðningur við stjórnendur og starfsfólk
 • Úrvinnsla tölfræðiupplýsinga
 • Önnur tilfallandi verkefni tengd mannauðsmálum

Hæfniskröfur

 • Menntun í mannauðsstjórnun eða vinnusálfræði er skilyrði
 • Að minnsta kosti 1-2 ára reynsla af starfi í mannauðsmálum er skilyrði
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og frumkvæði eru nauðsynlegir eiginleikar
 • Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni eru nauðsynlegir eiginleikar
 • Góð greiningarhæfni og reynsla af mótun ferla
 • Reynsla af úrvinnslu tölfræðiupplýsinga er mikill kostur

Umsóknarfrestur er til og með 22. mars. Áhugasamir eru hvattir til að leggja inn umsókn í gegnum ráðningavef Sýnar.

 

Umsóknarfrestur:

22.03.2019

Auglýsing stofnuð:

11.03.2019

Staðsetning:

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi