Aðstoðarmaður í eldhúsi

Sýn Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík


Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn leitar að aðstoðarmanni í eldhúsið á veitingastað fyrirtækisins, BESTA Bistro, sem staðsettur er á efstu hæð í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Á BESTA Bistro er boðið upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Mikil áhersla er lögð á að bjóða upp á góðan, hollan og fjölbreyttan mat. Í starfinu felst m.a.uppvask, frágangur og þrif ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í eldhúsinu. Um er að ræða skemmtilegt starf fyrir ábyrgan og metnaðarfullan starfsmann.

Vinnutími er frá 7.30 - 15.30 alla virka daga og þriðja hvern laugardag eftir samkomulagi.

Hæfniskröfur:

- Reynsla af eldhússtörfum æskileg en ekki nauðsynleg

- Nákvæmni og samviskusemi

- Áreiðanleiki og stundvísi

- Frábærir samskiptahæfileikar og starfsgleði

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar næstkomandi.

Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavefinn.

Umsóknarfrestur:

15.01.2019

Auglýsing stofnuð:

08.01.2019

Staðsetning:

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi