Sérfræðingur á Umhverfis- og skipulagssvið

Sveitarfélagið Ölfus Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn


 

Sérfræðingur á Umhverfis- og skipulagssvið

Umhverfis- og skipulagssvið Ölfuss auglýsir laust til umsóknar 100% starf sérfræðings á skipulagssviði.  Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en þann 1. júní  2019.  Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Tekur þátt í og eftir atvikum leiðir vinnu að umfangsmiklum skipulagsverkefnum, svo sem við gerð skipulagslýsinga, greiningu skipulagsforsendna, samráð við skipulagsgerð, umhverfismat, mótun stefnu, markmiða og ákvæða skipulagsáætlana og/eða útfærslu skipulagsuppdrátta og skipulagshönnun svæða.
 • Annast samskipti við þjónustuþega, sinnir leiðbeiningarskyldu gagnvart framkvæmdaaðilum og þjónustuþegum, hefur umsjón með gjaldskrám á skipulagssviði og annast önnur þau störf sem undir sviðið falla.
 • Annast enn undirbúning stjórnsýsluverkefna.  Þar undir fellur til að mynda undirbúning funda, svör við innsendum erindum, áætlunargerð og eftirlit með verkþáttum.
 • Stuðlar að því að markmið verkefna sviðsins náist, fylgist með framvindu þeirra, tekur ákvarðanir og sér til þess að þær séu teknar, upplýsir hagsmunaaðila og stjórnendur um framvindu.

 

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í arkitektúr, skipulagsfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Góð þekking og færni á Autocad, Revit og önnur teikniforrit sem nýtast í starfi.
 • Góð þekking og færni á hönnunarforrit svo sem PhotoShop, Illustrator og Indesign.
 • Góð þekking á skipulags- og byggingmálum.
 • Þekking á rafrænum skjalavistunarkerfum.
 • Þekking og reynsla af störfum innan stjórnsýslu sveitarfélaga.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og samviskusemi.
 • Frumkvæði og skipulagsfærni.

Umsóknarfrestur er til og með  21. maí 2019. Umsóknir, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, skulu sendar til Elliða Vignisson, bæjarstjóra á netfangið ellidi@olfus.is sem einnig veitir nánari upplýsingar.

 

Umsóknarfrestur:

21.05.2019

Auglýsing stofnuð:

13.05.2019

Staðsetning:

Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi