Starfsmenn frístundaheimila

Sveitarfélagið Árborg Austurvegur 2, 800 Selfoss


Hey þú! Erum við að leita að þér?

Frístundaheimili Árborgar auglýsa eftir starfsfólki fyrir skólaárið 2019-2020. Þörf er á frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum.
Um er að ræða hlutastörf sem fara fram eftir hádegi.

Frístundaheimili Árborgar eru þrjú talsins og eru starfrækt við Barnaskólann á Stokkseyri, í Sunnulækjarskóla og Vallaskóla á Selfossi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Styðja við börn í athöfnum daglegs líf eins og við á
  • Leiðbeina börnum í 1.-4. bekk í leik og starfi
  • Vera jákvæð fyrirmynd
  • Samskipti og samstarf við börn, foreldra og samstarfsfólk

Hæfniskröfur:

  • Góð samskiptafærni
  • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Áhugi á starfi með börnum
  • Jákvæðni er skilyrði
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í frístundastarfi


Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.
Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Launakjör samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst.

Nánari upplýsingar um störfin veita forstöðumenn frístundaheimilanna í Árborg
Sunna Ottósdóttir forstöðumaður Bifrastar fristund@vallaskoli.is s: 4805860
Elísabet Hlíðdal forsöðumaður Hólum fristund@sunnulaekjarskoli.is s: 4805413
Agnes Lind Jónsdóttir forstöðumaður Stjörnusteinum agneslind@barnaskolinn.is s: 4803218/4803219

Umsóknarfrestur:

30.08.2019

Auglýsing stofnuð:

08.08.2019

Staðsetning:

Austurvegur 2, 800 Selfoss

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi