Starfsmaður í Frístundaklúbbinn Kotið

Sveitarfélagið Árborg Austurvegur 2, 800 Selfoss


Frístundaklúbburinn Kotið er frístunda- og dægradvöl fyrir grunnskólabörn með fötlun á aldrinum 10-16 ára eftir að skóladegi lýkur. Starfsstöð er að Tryggvagötu 36 á Selfossi. Um er að ræða 50% starf en vinnutími er frá kl. 12-16 virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

  • Reynsla af starfi með börnum með fötlun kostur.
  • Mikilvægt að viðkomandi sé sjálfstæður í starfi.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.
  • Lágmarksaldur 18 ár og hreint sakavottorð skilyrði.

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Sigmarsson, forstöðumaður í síma 480-6363 eða 662-8727. Netfang: Eirikurs@arborg.is.  

Launakjör samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur:

23.08.2019

Auglýsing stofnuð:

06.08.2019

Staðsetning:

Austurvegur 2, 800 Selfoss

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi