Starf í félagslegri heimaþjónustu

Sveitarfélagið Árborg Austurvegur 2, 800 Selfoss


Félagsleg heimaþjónusta miðar að því að styðja íbúa Sveitarfélagsins Árborgar til sjálfræðis og sjálfbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Um er að ræða 100% starf. Vinnutíminn er á virkum dögum frá 08:00-16:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helsta markmið starfsins er

  • Að virkja og hvetja notendur til virkrar þátttöku og sjálfsbjargar eins og hægt er.
  • Að veita aðstoð samkvæmt þjónustusamningi Árborgar, t.d. aðstoð við þrif, heimilishald, persónulega umhirðu, að veita félagslegan stuðning o.fl.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af störfum í heimaþjónustu eða umönnunarstarfi æskileg
  • Sjálfstæði í starfi, vandvirkni og skipulagshæfni
  • Hæfni og virðing í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og góð þjónustulund
  • Hreint sakavottorð
  • Ökuréttindi og bifreið til afnota


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Störfin hæfa jafnt körlum sem konum. Umsóknarfrestur er til 14. júlí 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veita:

Guðbjörg Pálsdóttir, iðjuþjálfi félagslegrar heimaþjónustu, gudbjorg.pals@arborg.is, sími 480-1900

Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, deildarstjóri, gudlaugjona@arborg.is, sími 480-1900

Umsóknarfrestur:

14.07.2019

Auglýsing stofnuð:

28.06.2019

Staðsetning:

Austurvegur 2, 800 Selfoss

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi