Matráður á leikskólann Álfheimar

Sveitarfélagið Árborg Austurvegur 2, 800 Selfoss


Álfheimar er gænfánaleikskóli sem leggur áherslu á útinám. Í leikskólanum eru 84 börn á aldrinum 2ja til 5 ára. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér leikskólann nánar á heimasíðu hans.

Matráður óskast í eldhús skólans. Um 100% starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf 8. ágúst nk. 

Matráður í Álfheimum annast daglega verkstjórn í eldhúsi og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan þess. Matráður skipuleggur matseðla, auk þess sem hann sér um undirbúning matreiðslu allra máltíða leikskólans, matreiðir, bakar og gengur frá að loknu starfi. Hann pantar og tekur á móti hráefnum.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af rekstri mötuneyta og skólaeldhúsa æskileg.
  • Þekking á rekstri mötuneyta og hagsýni í innkaupum.
  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Þekking á næringarfræði.
  • Góð íslenskukunnátta.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar veitir Jóhanna Þórhallsdóttir, leikskólastjóri, sími: 480-3242. Netfang: johannath@arborg.is. 

Umsóknarfrestur:

26.05.2019

Auglýsing stofnuð:

10.05.2019

Staðsetning:

Austurvegur 2, 800 Selfoss

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi