Leikskólaráðgjafi hjá skólaþjónustu

Sveitarfélagið Árborg Austurvegur 2, 800 Selfoss


Sveitarfélagið Árborg auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólaráðgjafa. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á skólaþróun.

Skólaþjónusta og skólar í sveitarfélaginu vinna að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun, öflug tengsl skóla og skólastiga og fjölbreytileg skólaþróunarverkefni sem unnin eru í anda lærdómssamfélagsins. Í Sveitarfélaginu Árborg eru um 9.500 íbúar, fimm leikskólar og þrír grunnskólar með um 2000 börn.

Helstu verkefni

 • Ráðgjöf til starfsfólks leikskóla varðandi starfshætti og starfsþróun
 • Þátttaka í fag- og nemendateymum skóla og skólaþjónustu
 • Þróun úrræða fyrir börn í samstarfi skóla, skólaþjónustu o.fl.
 • Ráðgjöf og stuðningur við skólastjórnendur í starfsmannamálum o.fl.
 • Ráðgjöf og fræðsla til foreldra leikskólabarna
 • Stuðningur við áætlanagerð leikskóla, skimanir og þróunarstarf 
 • Aðstoð við mat á sérkennsluþörf leikskóla
 • Aðstoð við fyrirlögn, úrvinnslu og túlkun skimana
 • Verkefni á sviði daggæslumála
 • Ýmis önnur verkefni á skrifstofu skólaþjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leyfisbréf leikskólakennara og reynsla af starfi í leikskóla er skilyrði
 • Framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og kennslufræða er æskileg
 • Góðir skipulagshæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þekking og reynsla af ráðgjafarstörfum og rekstri leikskóla er æskileg
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti

Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, sími 480-1900, 852-3918. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2019. Ráðning frá 1. maí 2019 eða eftir samkomulagi. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum. Laun fara eftir kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur:

17.03.2019

Auglýsing stofnuð:

25.02.2019

Staðsetning:

Austurvegur 2, 800 Selfoss

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi