Stykkishólmsbær
Stykkishólmsbær

Aðstoðarmaður bæjarstjóra

Stykkishólmsbær auglýsir eftir aðstoðarmanni bæjarstjóra í 100% starfshlutfall frá og með 1. júní 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er fjölbreytt, áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á öguð og sjálfstæð vinnubrögð, góða samskiptahæfni og fagmennsku.

Helstu verkefni:

Skrifstofustörf á skrifstofu bæjarstjóra s.s. umsjón með fundargerðum í stjórnsýslu, umsjón með skjalavistun tengt störfum bæjarstjórnar, bæjarráðs og bæjarstjóra, bréfaskriftir eftir bæjarráðs- og bæjarstjórnafundi auk annarra bréfaskrifta, undirbúningur funda og ritun fundargerða og umsjón með verkefnaskráningu fyrir bæjarstjóra.

Umsjón með veitingum vegna funda.

Þátttaka í undirbúningi og skipulagningu funda og viðburða á vegum bæjarins.

Umsjón með innri og ytri upplýsinga- og markaðsmálum Stykkishólsmbæjar í samvinnu við bæjarstjóra, þ.m.t. vefsíðu bæjarins, útgáfu kynningarefnis og textagerð. Þátttaka í stefnumótun upplýsinga-, markaðs- og ferðamála. Tengiliður Stykkishólmsbæjar við hagsmunaaðila og stofnanir því tengdu.

Starfið kallar á sveigjanleika varðandi vinnutíma t.d. viðveru vegna funda utan dagvinnutíma.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

Framhaldsskóla- og/eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Reynsla á sviði texta- og skjalagerðar er kostur.

Góð þekking á notkun samfélagsmiðla er æskileg og hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt.

Rík þjónustulund, áreiðanleiki og traust, þolinmæði, ábyrgðarkennd, góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum nauðsynleg.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga við SDS.

Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2019.

Umsóknum skal skilað rafrænt á alfred.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, í síma 433-8100.

Auglýsing stofnuð12. apríl 2019
Umsóknarfrestur24. apríl 2019
Staðsetning
Hafnargata 3, 621 Dalvík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar