

Stuðningsfulltrúi í Snælandsskóla og frístund
Snælandsskóli er heildstæður um 450 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum. Skólinn hefur lagt áherslu á umhverfismál og er löng hefð fyrir Grænfána. Skólinn styðst við Olweusaráætlunina gegn einelti og er Réttindaskóli Unicef.
Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd.
Starfssvið og helstu verkefni
Við leitum eftir hressum og öflugum stuðningsfulltrúa þar sem helstu verkefni eru að:
- aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í bekkjarstarfi. Stuðningur við nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
- aðstoða nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt námskrá og námsáætlunum undir leiðsögn kennara
- fylgja einum eða fleiri nemendum eftir á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum
- aðstoða nemendur í matsal eftir þörfum
- vinna með nemendum í frístundastarfi eftir hádegi á frístundaheimili skólans
- vinna að undirbúningi skólastarfs fyrir skólasetningu og á starfsdögum kennara undir verkstjórn kennara eða skólastjórnenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi með börnum og unglingum er æskileg.
- Þolinmæði og framúrskarandi hæfni í samskiptum.
- Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.
- Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að vinna eftir stefnu skólans.
- Góð íslenskukunnátta
Ráðningartími og starfshlutfall
Um 100% stöðu er að ræða í afleysingar út skólaárið.
Ráðið er í stöðuna út skólaárið með möguleika á framlengingu, viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Aðrar upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila inn sakavottorði.
Tekið verður mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningu í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynjar M. Ólafsson skólastjóri í síma 860-3526 eða netfangið [email protected].
Eingöngu er tekið á móti starfsumsóknum í gegnum alfred.is.
Starfsmenn Kópavogs fá frítt í sund í sundlaugar Kópavogs.












