Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður í Nýsköpunarsetur

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öfluga starfsmenn til starfa í hlutastarf í ungmennafélagsstarfi í Nýsköpunarsetri Hafnarfjarðar. Nýsköpunarsetur er að hluta til ný starfsstöð þar sem aðstaða er til lista- og nýsköpunar fyrir bæjarbúa. Sérstök áhersla er lögð á nýsköpunarþjónustu við grunnskólabörn og skapandi fjölbreytt lista- og félagsstarf fyrir ungmenni.

Óskað er eftir starfsmönnum með skapandi hugsun til að starfa með ungu fólki, 16-24 ára, síðdegis og á kvöldin sem áhuga hafa á t.d. list, tónlistarsköpun eða ýmiskonar félagsstarfi. Starfsmenn standa fyrir opnu starfi, skipuleggja viðburði og verkefni og styðja við hópa- og klúbbastarf ungmennanna.

Opnunartími er á milli 13-22 á virkum dögum og er vinnutími og starfshlutfall eftir samkomulagi og hentar því vel skólafólki.  

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita ungmennum stuðning við lista- og tómstundatengd verkefni.
  • Starfa í opnu húsi þar sem fjölbreytt starfsemi getur dafnað.
  • Stuðla að velferð og félagslegum þroska ungmennanna.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntun- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi.
  • Frumkvæði og samviskusemi.
  • Áhugi á málefnum ungs fólks.

Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Geir Bjarnason, geir@hafnarfjordur.is, 664-5754 eða Bryndís Steina Friðgeirsdóttir bryndisf@hafnarfjordur.is, 664-5575.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar 2024

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt18. desember 2024
Umsóknarfrestur2. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar