Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar

Starfsmaður í íbúðakjarna

Íbúðakjarninn Kópavogsbraut óskar eftir metnaðarfullum starfsmanni í fullt starf í vaktavinnu þar sem fjórum íbúum er veitt sólarhringsþjónusta. Unnið er á morgun-, kvöld-, helgar- og næturvöktum.

Þjónusta við íbúa er einstaklingsmiðuð með áherslu á valdeflandi samskipti og stuðning bæði innan sem utan heimilis. Unnið er út frá hugmyndafræðum um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við íbúa í samræmi við verklag og þjónustuáætlanir
  • Vera íbúum góð fyrirmynd
  • Stuðla að auknu sjálfstæði og samfélagsþátttöku íbúa
  • Samvinna við starfsfólk og aðstandendur
  • Almennt heimilishald
  • Fjölbreytt verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Félagsliði, nám á framhaldsskólastigi og/eða reynsla af vinnu með fötluðu fólki æskilegt
  • Reynsla af starfi með fólki með einhverfu er kostur
  • Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
  • Hæfni í samskiptum og samstarfi
  • Framtakssemi, áreiðanleiki og sjálfstæði 
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Góð aðlögunarhæfni
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Almenn ökuréttindi 
Auglýsing birt25. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar