Sölu- og markaðsfulltrúi

Sportmenn ehf Faxafen 7, 108 Reykjavík


Hefur þú áhuga á sölu- og markaðsmálum og íþróttum, ertu hress og skemmtilegur með hæfileika í mannlegum samskiptum?

ATH! Framlengdur umsóknarfrestur

Þá erum við að leita að þér!

Miklir söluhæfileikar, rík þjónustulund og góða tölvukunnátta eru kostir sem við leitum að ásamt brennandi áhuga á markaðsmálum, íþróttum og auðvitað fallegum skóm og fatnaði. Um er að ræða 100% starf og umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst.

Reynsla, þekking og/eða menntun á sviði sölu- og markaðsmála er kostur.

Á skrifstofu Sportmanna starfar í dag þéttur hópur af skemmtilegu fólki sem öll elska það sem þau vinna við. Við leitum að sjálfstæðum einstakling sem leggur metnað í það sem hann gerir og á auðvelt með að vinna með fólki í góðum anda.

Vinnutíminn er 8-16 alla virka daga.


Sæktu um með tölvupósti fyrir 6. janúar

Hæfniskröfur :

- Reynsla af sölu-, markaðs- og/eða þjónustustörfum

- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

- Góð þekking á samfélagsmiðlum

- Metnaður og frumkvæði í starfi

- Gott vald á íslensku tal- og ritmáli

- Haldbær tölvuþekking (Office, Navision)

- Lágmarksaldur umsækjenda er 25 ár

Menntun :

- Stúdentspróf eða sambærileg menntun

Umsókn ásamt ferilskrá, meðmælum og kynningarbréfi um þig og hvers vegna þú ert rétta manneskjan í starfið skal senda á umsokn@adidas.is með fyrirsögninni starfsumsókn.

Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2019
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest

- Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 
Umsóknarfrestur:

06.01.2019

Auglýsing stofnuð:

06.12.2018

Staðsetning:

Faxafen 7, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi