Umönnun aldraðra

Sólvangur Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður


Hefur þú áhuga á að starfa við umönnun aldraðra og vinna með frábærum samstarfsfélögum?

Við á Sólvangi leitum eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og duglegum samstarfsmönnum til starfa við umönnun. 

Um er að ræða 20-30% starf þar sem unnið er aðra hvora helgi með möguleika á kvöldvöktum á virkum dögum. 

Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. 

Krafa er um íslenskukunnáttu. 

Sólvangur er rótgróið hjúkrunarheimili í fallegu hverfi sem mun taka á sig nýja mynd á árinu 2019 þegar nýtt hjúkrunarheimili verður tekið í notkun.

Við hvetjum þig til að sækja um og vera með okkur í þeirri vegferð sem framundan er. 

 

Auglýsing stofnuð:

07.02.2019

Staðsetning:

Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi