Stjórnandi í heimahjúkrun og heimaþjónustu

Sóltún Heima Sóltún 2, 105 Reykjavík


Við leitum að framúrskarandi einstaklingi í stjórnandastöðu hjá Sóltúni Heima.  Sóltún Heima býður persónulega heimaþjónustu, heilsueflingu og heimahjúkrun fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu.

Helstu verkefni:

 • Þjónusta, samskipti og ráðgjöf við skjólstæðinga, ættingja og aðra hagsmunaðila.

 • Skipulagning þjónustu, gæðaeftirlit og ferlagerð.

 • Ráðningar og stjórnun starfsmanna í heimaþjónustu og heimahjúkrun.

 • Stuðla að góðu samstarfi við opinbera aðila og aðra hagsmunaaðila

 • Leitast við að efla hag fyrirtækisins á hverjum tíma og stuðla að fjölgun viðskiptavina á öllum sviðum.

Hæfniskröfur:

 • Við leitum að hjúkrunarfræðingi, framhaldspróf kostur
 • Reynsla úr heimahjúkrun og/eða heimaþjónustu
 • Skipulagshæfni
 • Jákvæðni og drifkraftur
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að koma fram og halda kynningar kostur

Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst.

www.soltunheima.is.

Auglýsing stofnuð:

07.06.2019

Staðsetning:

Sóltún 2, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi